ISHURÐIR

IS hurðir var stofnað árið 2015 af þeim Loga Dýrfjörð og Karli Emilssyni. Hugmyndin var að stofna fyrirtæki sem sér um framleiðslu á bílskúrs- og iðnaðarhurðum ásamt því að veita heildarþjónustu í uppsetningu og viðhaldi hurða. Nafnið IS hurðir hefur beina tengingu við íslenska þekkingu og starfsemi en Logi hefur starfað við framleiðslu, innflutning og þjónustu við hurðir í yfir 20 ár og hefur því yfirgripsmikla þekkingu á því sviði. Fyrirtækið hefur stækkað mikið síðustu ár og er núna staðsett í 1100 fermetra húsnæði í Mosfellsbæ. Hjá IS hurðum starfa þrír starfsmenn við framleiðslu og þrír til fjórir við uppsetningu hurða. Innan fyrirtækisins eru einn rafvirki og tveir smiðir.

Allar hurðir eru smíðaðar á Íslandi með gæða hráefni sem er innflutt frá viðurkenndum aðilum og birgjar okkar eru með þeim bestu í Evrópu. Með þessu gæða hráefni og góðu húsnæði getum við tekið að okkur allt frá stökum bílskúrshurðum upp í stærri verkefni. Við höfum smíðað hurðir allt frá 40fm niður í 1fm. Sérhver hurð er framleidd eftir máli og starfsmenn okkar aðstoða kúnna við að mæla fyrir hurðinni svo að hún passi sem best. 

Árið 2017 hófum við innflutning á hraðhurðum fyrir frystihús og matvælafyrirtæki sem koma í ýmsum útfærslum.

Okkar markmið er að veita örugga og skjóta þjónustu við okkar viðskiptavini. Þess vegna bregðumst skjótt við tjónum, því við vitum að opnar hurðar geta haft mjög slæmar afleiðingar í för með sér og valdið miklu tjóni.