ISHURÐIR

Hraðhurðir

Árið 2017 hófum við innflutning á hraðhurðum fyrir frystihús og matvælafyrirtæki. Þær eru fengnar frá Giesse og fást í mismunandi útfærslum. Hraðhurðir eru sérstaklega hannaðar fyrir iðnaðarhúsnæði þar sem opnanir hurða þurfa að vera snöggar og öruggar. Þessar hurðir geta einangrað bæði hljóð og hitastig innan rýmis og henta því vel í matvælaiðnaði. Við höfum flutt inn bæði hraðhurðir og kælihurðir en bjóðum upp á allar útfærslur frá Giesse.

Fyrir frekari upplýsingar bendum við viðskiptavinum okkar á heimasíðu Giesse og að hafa svo samband við okkur til að ræða möguleikana.

Ert þú í framkvæmdarhugleiðingum? Hafðu samband og fáðu tilboð