Við höfum margra ára reynslu í smíðum og uppsetningu á iðnaðarhurðum af ýmsum toga. Við sjáum um framleiðslu hurðanna sem fer alfarið fram á Íslandi með gæða hráefni frá Flexiforce og Epco. Með því að tryggja gæða hráefni bjóðum við uppá hurðir sem standast vel íslenskar aðstæður og uppfylla íslenskar byggingareglugerðir.
Við bjóðum upp á hurðir í öllum stærðum og gerðum, frá einum upp í 40 fermetra. Allar hurðir eru framleiddar eftir máli og við aðstoðum okkar viðskiptavini við mælingar svo að hurðin passi sem best.
Við leggjum mikið upp úr persónulegri og skjótri þjónustu. Við getum afgreitt hurðir á skömmum tíma og erum skjótir til ef upp koma tjón, þar sem allir varahlutir eru til á lager.