Panill
Bjóðum uppá tvær gerðir panila í bílskúrshurðir frá framleiðandanum Epco í Belgíu, bæði rifflaðan og sléttan. Panillinn er 40 mm þykkur og hefur gott einangrunargildi, K-gildi uppá 0.5W á fermeter. Hljóðeinangrun er um 25 dB. Fyrir ýtarlegri upplýsingar og fleiri útgáfur sem hægt er að sérpanta hjá okkur má sjá heimasíðu Epco.
Við flytjum inn einn lit af panil en hægt er að mála hurðirnar í öllum litum RAL litakerfisins. Þegar flekarnir berast til landsins þá eru þeir húðaðir með pólýúrethan og því notum við eingöngu tveggja þátta pólýúrethan málningu á okkar hurðir. Með því gengur málningin í efnasamband við húðina á hurðunum og flagnar ekki af.